9. júní 2008

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar. 
 
Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Hún snýst um bætta menntun kennara, skipulag skóla, náms og kennslu sem hefur að leiðarljósi vandaða menntun allra, lýðræði og félagslegt réttlæti í skólum. Þessi menntastefna er ein af þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og yfirlýst menntastefna Evrópusambandsins og fjölmargra annarra ríkja og alþjóðastofnana.

Á annan tug fræðimanna við Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri starfa nú að rannsóknum sem tengjast fræðasviðinu skóli án aðgreiningar. Rannsóknarstofan er ætluð sem samstarfsvettvangur þessara aðila og erlendra fræðimanna, stúdenta í framhaldsnámi (meistara- og doktorsnámi), skólayfirvalda, skólanna, starfsfólks skólanna, foreldra og hagsmunafélaga nemenda með sérþarfir í námi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef stofnunarinnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica