Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

21% leikskóla framfylgir ekki aðalnámskrá

Í nýrri könnun menntamálaráðuneytisins kemur fram að 21% leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu, 21% hefur ekki mótað eigin skólanámskrá og um 7% leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá

Sjá nánar

Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn

Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.

Sjá nánar

Ungt fólk 2006 - kynningarfundur á morgun

Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 25. janúar n.k. kl. 13:30 í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Rvk.  Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006.  Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.

Sjá nánar

Bætt samskipti á Netinu - auglýsingaherferð

Bætt samskipti á Netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem hafin er í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. AUGA, góðgerðasjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla tekur að þessu sinni höndum saman við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.

Sjá nánar

Árleg skýrsla UNICEF komin út

Út er komin hin árlega skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, The State of World Children 2007.  Að þessu sinni fjallar skýrslan um mismunun og áhrifaleysi kvenna og bendir á það hvað þarf að gera til að útrýma kynjamisrétti og auka áhrif kvenna og barna.

Sjá nánar

Breytingar á grunnskólalögum

Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum.

Sjá nánar

Bæklingur um forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum bæklingi um forsjá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út.

Sjá nánar