Frásagnir barna - sóttvarnaraðgerðir

Mikið var fjallað um hreinlæti og sérstaklega hvað það þurfi oft að spritta hendur. Einnig var Talsvert var fjallað um tveggja metra regluna og hvernig hún hafi virkað, í skólum og verslunum. Ekki hafi mátt snerta neitt í verslunum og þá hafi fjölskyldur takmarkað fjölda ferða í matvöruverslanir. 

Nokkur börn sendu inn frásagnir af því hvernig það var að vera í sóttkví. Almennt voru börn ánægð með viðbrögð íslenskra stjórnvalda þó svo að einnig hafi komið fram ákveðin gagnrýni.

Efni frá börnum

Sóttvarnaraðgerðir

Þetta höfðu börn að segja um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda.

  • Mér persónulega finnst þetta ástand mjög leiðinlegt eins og kannski flestum en mér finnst vera búið að bregðast vitlaust við. Ég veit að við erum öll að díla við þetta í fyrsta skipti en út af öllum rannsóknum sem voru gerðar þá vissu sóttvarna og landlæknar löngu áður að börn voru ekki að smita og ef þau urðu veik þá smituðu fullorðnir þau. 

  • Okkur í fjölskyldunni minni finnst þetta leiðinlegt en við reynum að fara eftir reglum og gera gott úr þessu.

  • Krakkar eru farnir að ljúga að foreldrum sínum hvert þeir eru að fara til að geta hitt vini sína og haft almennileg mannleg samskipti. Auðvitað er það skiljanlegt ef einhver er með undirliggjandi sjúkdóm á heimilinu og eru hræddir en annars ætti það ekki að hafa áhrif á samskipti barna. Þeir sem ákveða að hlýða foreldrum sínum verða samt frekar einmanna og þunglyndir því þá skortir bara mannleg samskipti yfir höfuð, þótt að netið sé til þá er ekki alveg hægt að bera því saman að hitta manneskju í alvöru heldur enn gegnum einhvern skjá.

  • Ef maður fær veiruna þá þarf maður að fara í einangrun, þá má maður ekki hitta neinn og þá þarf maður að hanga heima í tvær vikur. Ef maður er búin að hitta einhvern sem hefur fengið veiruna þá þarf maður að fara í sóttkví þá er maður ekki að hitta fólk. 

    „Við vorum einar í sótthví í tvær vikur og fyrstu þrjá dagana var brjálað veður og við gátum ekki farið mikið út, sem var leiðinlegt. Eftir vonda veðrið járnaði pabbi fyrir okkur sex hesta og við fórum mikið á hestbak í sótthví. 

  • Erfitt að vera í sóttkví þegar það er vont veður og ekki hægt að fara út. Gaman að geta farið mikið á hestbak í sóttkví.

  • Þessir tímar voru frekar skrítnir og algjörlega sögulegir en mér finnst við á Íslandi ráða vel við þetta.

  • Þetta er búið að vera skrítið mjög skrítið. En er frekar ágnæður hvernig Íslandi er búið að ganga í þessu því það er flókið að tækla svona stórt vandamál og hvað þjóðin er búinn að standa vel saman.

  • Það þurfti líka alltaf að þvo sér um hendur og spritta sig rosa oft á dag.

  • Víðir var aðal gaurinn sem var á upplýsingafundum sem voru á hverjum degi.

  • Það máttu bara vera 100 manns í einu inni í búðum og allir þurftu að halda tveggja metra fjarlægð frá hvor öðrum.


Mynd frá barni leiðbeiningar um kórónuveiruna


Mynd frá barni


Myndasaga-eftir-Eirik-Stefan-Tryggvason_1599771671382


Næsti kafli - ljóðTil baka


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica