Frásagnir barna - ljóð og dagbókafærslur

Nokkur ljóð bárust frá börnum sem endurspegluðu líðan þeirra og upplifun af kórónuveirunni.

Covid-19

Ég veit ekki hvernig mér líður.
Ég hef blendnar tilfinningar.
Ég er í ruglinu.
Ég er hrædd og stressuð.
Þetta er óþekkt,
það er það sem ég hræðist.


Hugmyndin með ljóðið kom þegar ég var að tala við pabba minn. Ljóðið snýst um hvernig mér líður gagnvart veirunni og hvað hún hefur valdið miklum breytingum í samfélaginu. Þessi veira er óþekkt, ástandið í samfélaginu er óþekkt. Við vitum ekki hvernig næstu vikur munu vera, kannski verður öllum skólunum á landinu lokaðir. Við vitum ekki hvað margir muna fá veiruna, við vitum ekki hvað margir munu deyja, þetta er allt svo ruglandi og stressandi. Við vitum ekki hvað mun gerast á morgun, viku eða kannski mánuð. Það er það sem ég hræðist.


Dómsdagur

Miðpunktur athyglinnar
Öskur og læti
Af hverju er ég að öskra?

Auga fellibylsins
Þar sem allt virðist líða hjá
Hefur þetta áhrif á mig?

Fréttir um hamfarir daglegt brauð
Fólk kallar ,, Guð veri með þér! ''
Getum við treyst á hann?

Ég snýst í hringi,
reyni að finna fótfestu.
Þeir segja að það sé,
Mér fyrir bestu.
Að halda ró, þeir segja:
,,taktu bara upp bók og lestu ''
En það eru engar bækur eftir.

Geimverurnar í kjallaranum mínum
kalla á mig og rífa mig upp
úr hugsunum mínum
,,Tíminn er kominn '' segja þær
,,Tími til hvers? '' spyr ég

,,Dómsdagur er runninn upp ''


Ljóðið mitt

Þar sem tíminn framhjá þaut,
þá lék ég við góða vini.
En núna líður mér eins og naut,
einnig föst á sama túni.

Ég skemmti mér og leiddist ei,
en núna aðeins stundum gaman er.
Þú segir að lífið þitt sé erfitt “svei”
því aðrir hafa það erfiðara ég sver.

Ef fólk frá spítala fær hjálp frá þér,
þá færri líkur á dauða er.
Ekki er það erfitt, þú færð hjálp frá mér,
farðu á netið, þú gerir góðverk ég sver.


Dagbókafærslur


dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla


Frásagnir barna - forsíðaTil baka


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica