Frásagnir barna - tómstundir

Íþróttaæfingar lágu að mestu niðri á þessum tíma og nefndu börn að íþróttirnar hefðu tekið hvað mestum breytingum. Þau börn sem eru að æfa fótbolta voru almennt ánægð með að boðið hafi verið upp á heimaæfingar. Æfingarnar hafi verið fjölbreyttar, tækniæfingar og þol- og styrktaræfingar. 

 

Efni frá börnum

Tómstundir

Fram kom að fjölbreytt kennsla hafi farið fram í gegnum fjarfundabúnað og má þar nefna tónlistarnám og skákkennslu. Mörgum fannst mjög leiðinlegt að geta ekki farið í sund og þá hafi allar gönguleiðir verið fullar af fólki sem ekki gat farið í líkamsræktarstöðvar því þær voru lokaðar. Talsvert var um það að börn hafi verið mikið inni og notað tímann til þess að spila tölvuleiki.

  • Daglega rútínan var þanning að ég vaknað og byrjaði að gera heimaverkefni. Svo fór ég út að hlaupa til að halda mér í formi. Næst fór ég á netskákmót og svo var frítími. 

  • Síðan eru tómstundirnar. Krakkar, litlir krakkar sem þurfa á hreyfingu að halda er bara sagt að það geti ekki gert það sem því finnst skemmtilegt og fær útrás úr. ÚTAF ENGU! Ég endurtek aftur að krakkar eru ekki að smita og að banna kannski 7 ára krakka að fara á æfingar er bara bull! Og líka það eru frekar ungar manneskjur að þjálfa sem eru ekki í hættu eða nógu ung til að smita ekki aðra“

  • Ég gerði líka mikið af heima æfingum í fótboltanum og ég er búin að bæta metið mitt að halda á lofti um 42 síðan kórónuveiran byrjaði.

  • Engar æfingar ég var mest bara heima.

  • Fótboltinn fyrir mig breyttist lang mest. Þegar maður vaknaði þá var heimaæfing á kominn( í fótbolta). Allar æfingarnar voru alltaf með einhverja tækniæfingar eða halda á lofti. Síðan voru á öðrum hverjum degi þol eins og hlaup eða sprettir. Í endann var oftast einhver heimastyrkur eins og bak og magæfingar eða armbeygjur. Ég sjálfur gerði allar æfingarnar, sleppti einu þoli enn gerði yfirleitt aukalega.

  • Það var leiðinlegt að það voru engar íþróttaæfingar enginn Körfubolti og Fótbolti engar íþróttir í sjónvarpinu enginn úrslitakeppni í NBA og Enski boltinn verður spilaður á áhorfendalausum völlum


 dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

Næsti kafli - sóttvarnaraðgerðirTil baka


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica