Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Geðheilbrigðisþjónusta við börn óviðunandi

Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar er staðfest að geðheilbrigðisþjónusta við börn hér á landi er algjörlega óviðunandi. Eins og staðan er í dag þurfa börn að bíða í allt að eitt og hálft ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en slíkt felur í sér alvarlegt brot á grundvallarmannréttindum barna. Umboðsmaður barna skorar á löggjafann og stjórnvöld að taka athugasemdir Ríkisendurskoðunar alvarlega og vinna markvisst að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn

Sjá nánar

Skipta raddir ungs fólks máli?

Í gær, 18. febrúar, stóð Evrópa unga fólksins, í samstarfi við umboðsmann barna, UMFÍ, SAMFÉS og Samband íslenskra sveitarfélaga,  fyrir ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli? Á ráðstefnunni mættu fjölmörg ungmenni frá hinum ýmsu ungmennaráðum á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, ásamt starfsfólki sem starfar með þeim. Fjallað var um...

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag

Allir starfsmenn embættisins munu taka þátt í ráðstefnunni "Skipta raddir ungs fólks máli?" og verður skrifstofan því lokuð. Umboðsmaður barna, Evrópa unga fólksins, Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Samfés, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og UMFÍ standa að ráðstefnunni sem er hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk...

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur með erindi á Náum áttum

Fulltrúar frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna þær Þórdís Helga, María Fema og Þórhildur voru með erindi á morgunverðarfundi Náum áttum í morgun. Erindi þeirra bar heitið "Ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd" þar sem þær fjölluðu meðal annars um sína upplifun á forvörnum.  Á heimasíðu Náum áttum hópsins er hægt...

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um vímuvarnir

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem haldinn verður miðvikudaginn 17. febrúar nk. Umræðuefnið er að þessu sinni vímuvernd og munu fulltrúar í ungmennaráðum umboðsmanns barna og Barnaheilla m.a. fjalla um það hvernig ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna heimsækir skóla

Margrét María, umboðsmaður barna, hefur sett það markmið að vera búin að heimsækja alla skóla landsins fyrir maílok árið 2017.  Þeir skólar sem hún hefur heimsótt eru orðnir all nokkrir og í dag bættust við Setbergsskóli og Lækjarskóli í Hafnarfirði, Álftanesskóli og Ísaksskóli. Að sögn Margrétar var heimsóknin í dag...

Sjá nánar

Niðurskurður bitni ekki á börnum - bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af því hvaða áhrif niðurskurður sveitarfélaga hefur á börn og þeirra velferð. Umboðsmaður sendi því bréf í dag til til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndamanna í skólanefndum eða þeim nefndum sveitarfélaganna sem sinna skólamálum til að minna á skyldu sveitarfélaga að setja hagsmuni barna ávallt í...

Sjá nánar