12. febrúar 2016

Frumvarp til almennra hegningarlaga (bann við hefndarklámi), 11. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 2. febrúar 2016.

 Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.

 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.  Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 2. febrúar 2016.

Skoða þingskjalið.
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

 

Allsherjar- og menntamálanefnd

Reykjavík, 12. febrúar 2016
UB:1602/4.1.1

Efni: Frumvarp til almennra hegningarlaga (bann við hefndarklámi), 11. mál

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna ítrekar umsögn sína um samhljóða frumvarp á 144. löggjafarþingi (436. mál), sjá hér að neðan. Þar er meðal annars bent á mikilvægi þess að reyna eins og hægt er að koma í veg fyrir birtingu og dreifingu á myndum og myndskeiðum sem eru til þess fallin að valda einstaklingum tjóni og vanlíðan. Á sama tíma þarf þó að hafa í huga að þeir einstaklingar sem dreifa slíku efni eru oft sjálfir börn og því mikilvægt að brugðist sé við með uppbyggilegum og jákvæðum hætti, fremur en harkalegum refsingum.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,

umboðsmaður barna

 


Allsherjar- og menntamálanefnd

UB:1502/4.1.1

 

Efni: Frumvarp til almennra hegningarlaga (bann við hefndarklámi), 436. mál

 

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 10. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að reyna eins og hægt er að koma í veg fyrir dreifingu eða birtingu á myndum þar sem börn og ungmenni eru nakin eða sýnd á kynferðislegan hátt. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu telst slík myndbirting barnaklám þegar einstaklingur er undir 18 ára og er því refsiverð samkvæmt 210. gr. a. almennra hegningarlaga. Umboðsmaður telur engu að síður fulla ástæðu til að lögfesta sérstakt refsiákvæði um birtingu og dreifingu hefndarkláms, sem tekur af allan vafa um refsinæmi slíkrar háttsemi.

Mikilvægt er að hafa í huga að margir af þeim sem gerast sekir um að birta og dreifa umræddum myndum eru sjálfir börn, sem skortir aldur og þroska til þess að skilja fyllilega afleiðingar háttsemi sinnar. Almennt eiga viðbrögð við brotum barna að miða að því að styrkja sjálfsmynd þeirra og hafa uppbyggilega áhrif, sbr. meðal annars 40. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að veita þeim börnum sem birta eða dreifa hefndarklámi viðeigandi aðstoð, til þess að þau átti sig á alvarleika háttsemi sinnar og koma í veg fyrir að þau brjóti af sér aftur. 

Að lokum tekur umboðsmaður barna sérstaklega undir mikilvægi þess að fræða ungt fólk um áhrif þess að dreifa nektarmyndum og öðrum kynferðislegum myndum. Mikilvægt er að börn og ungmenni átti sig á þýðingu slíkra brota og þeim alvarlegu afleiðingum sem þau geta haft. 

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica