Fréttir: apríl 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

12. apríl 2013 : Málstofa um sáttamiðlun

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafardeild HÍ standa fyrir málstofu mánudaginn 15. apríl kl. 12:10-13:00 á Háskólatorg, stofu 101. Í fyrirlestri  sínum “Styles of Conflict Resolution” mun Caroline Schacht kynna fimm grunnaðferðir við lausn á ágreiningi og útskýra af hverju málamiðlun er ekki allaf besta lausnin til að leysa úr ágreiningi.

12. apríl 2013 : Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23. og 24. apríl 2013 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

12. apríl 2013 : Samningur um tannlæknaþjónustu við börn

Í gær, 11. apríl 2013, var undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Umboðsmaður fagnar því að loksins sé biðinni eftir samningi lokið þó að hann hefði kosið að gengið hefði verið enn lengra með því að láta samninginn taka gildi strax fyrir alla aldurshópa.

8. apríl 2013 : Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.

8. apríl 2013 : Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum

Umboðsmaður fagnar því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica