Fréttir: mars 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

8. mars 2012 : Mega börn ráða því hvort þau fermast?

Allir njóta frelsis um lífsskoðanir sínar og trúarlegrar sannfæringar samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Börn falla að sjálfsögðu undir þetta ákvæði rétt eins og fullorðnir.

8. mars 2012 : Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) - Endurskoðuð útgáfa

Á vef embættisins hafa verið gefnar út endurskoðaðar "Vinnureglur við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD)".

8. mars 2012 : Umsögn um frumvarp til barnalaga o.fl.

Á vef umboðsmanns barna, undir liðnum Umsagnir, hafa nú verið birtar þrjár nýjar umsagnir.

8. mars 2012 : Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti vonast til að sem flestir í samfélaginu skrifi undir þjóðarsáttmálann um jákvæð samskipti.

7. mars 2012 : Frumvarp til barnalaga (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til barnalaga (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

7. mars 2012 : Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál..
Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

7. mars 2012 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 109. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 109. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

6. mars 2012 : Barnamenningarhátíð í Reykjavík 17. - 20. apríl

Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður haldin vikuna 17. – 22. apríl 2012. Hátíðin fer fram víðsvegar um borgina; ofan í sundlaugum, í frístunda-miðstöðvum, á skólalóðum, á öldum ljósvakans og á götum úti.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica