Fréttir: ágúst 2010

Fyrirsagnalisti

30. ágúst 2010 : Tilkynningarskylda - trúnaðarskylda - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um tilkynningarskyldu og trúnaðarskyldu sem haldin verður í HÍ á miðvikudaginn kl. 12:15. Að málstofunni standa Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Lagastofnun HÍ.

26. ágúst 2010 : Kynungabók, upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja

Mennta- og menningarmálráðuneytið hefur gefið út Kynungabók, upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja.

26. ágúst 2010 : Mikilvægi forvarna í barnaverndarstarfi - Málstofa

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 27. september kl. 12.15 - 13.15 í húsnæði Barnaverndarstofu við Höfðatorg.

24. ágúst 2010 : Skref í rétta átt í eineltismálum

Umboðsmaður barna fagnar allri vandaðri umræðu um eineltismál og þeim aðgerðum sem ýmsir aðilar hafa staðið að til að skilja einelti betur, draga úr því og aðstoða þá sem þurfa.

23. ágúst 2010 : Vel heppnuð dagskrá á Menningarnótt

Umboðsmaður barna tók þátt í Menningarnótt með því að hafa opið hús frá kl. 11 til 13. Í boði var fjölskylduvæn skemmtun fyrir eril dagsins. Flautuhópurinn KóSi flutti fjörug og falleg lög og Jóhann Auðunn trúbador spilaði og söng nokkur vel valin lög.

20. ágúst 2010 : Líðan barna - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu með niðurstöðum könnunar um líðan barna sem embættið lagði fyrir um 1350 nemendur 5. - 7. bekkja grunnskóla.

17. ágúst 2010 : Busavígslur í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica