17. ágúst 2010

Busavígslur í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum.

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum. Bréfið er stílað á skólastjórnendur og formenn nemendafélaga framhaldsskólanna.

Oftast fara busavígslurnar vel fram en í undantekningartilfellum virðast þessar innvígsluathafnir fara úr böndunum og hafa embættinu borist ábendingar um vanvirðandi meðferð nýnema við busavígslur þar sem þeir eru niðurlægðir á ýmsan hátt og jafnvel beittir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi.
 
Nemar eru börn þar til þeir ná átján ára aldri og eiga því rétt á þeirri vernd sem velferð þeirra krefst. Margir eru óöruggir við upphaf skólagöngu í nýjum skóla og því er tilvalið að nota busadaginn til þess að bjóða nýja nemendur velkomna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
 
Með bréfinu vill umboðsmaður barna hvetja skólastjórnendur og nemendafélög framhaldsskólanna til þess að taka tillit til þessara ábendinga og sjá til þess að komið sé fram við nýnema af virðingu og tryggja að öryggis þeirra sé gætt við busavígslur.

Sjá bréf umboðsmanns barna um busavígslur, dags. 17. ágúst 2010 (PDF).


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica