23. ágúst 2010

Vel heppnuð dagskrá á Menningarnótt

Umboðsmaður barna tók þátt í Menningarnótt með því að hafa opið hús frá kl. 11 til 13. Í boði var fjölskylduvæn skemmtun fyrir eril dagsins. Flautuhópurinn KóSi flutti fjörug og falleg lög og Jóhann Auðunn trúbador spilaði og söng nokkur vel valin lög.

Umboðsmaður barna tók þátt í Menningarnótt með því að hafa opið hús frá kl. 11 til 13. Í boði var fjölskylduvæn skemmtun fyrir eril dagsins. Flautuhópurinn KóSi flutti fjörug og falleg lög og Jóhann Auðunn trúbador spilaði og söng nokkur vel valin lög.

Í anddyrinu var RANNÍS með sýninguna "Vísindi með augum barna" og veggjum skrifstofu umboðsmanns barna var hægt að skoða listaverk eftir börn á öllum aldri.

Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins þakkar hinu ungu listamönnum og öllum þeim sem litu við kærlega fyrir góða samverustund.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica