Fréttir: apríl 2010 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. apríl 2010 : Allt hefur áhrif - einkum við sjálf. Stöðumat 2009; leik- og grunnskólar

Út er komin skýrsla með niðurstöðum kannana sem Lýðheilsustöð gerði á meðal leik- og grunnskólastjóra á Íslandi vorið 2009. Niðurstöðurnar varpa ljósi á stöðu helstu þátta sem snerta aðstæður, framboð og hvernig unnið er að hreyfingu og hollri næringu í öllum leik- og grunnskólum landsins.

12. apríl 2010 : Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði"

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hélt í annað sinn ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, dagana 7. – 9. apríl. Að þessu sinni var hún haldin á Laugum í Dalabyggð. Markmið ráðstefnunnar var að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni sem starfa í ungmennaráðum um allt land.

8. apríl 2010 : Reglugerð um ábyrgð nemenda samkvæmt 14. gr. grunnskólalaga

Á fundi umboðsmanns barna með fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 15. mars 2010 var rætt um væntanlega reglugerð um ábyrgð nemenda, sbr. 6. mgr. 14. gr. laga um grunnskóla  nr. 91/2008. Til að koma frekari ábendingum á framfæri við ráðuneytið skrifaði umboðsmaður bréf, dags. 8. apríl 2010.

7. apríl 2010 : Frumvarp til laga um fjölmiðla, 423. mál

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fjölmiðla, þskj. 740, 423. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 7. apríl 2010.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica