Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Réttindi nemenda í framhaldsskóla - Bréf til menntamálaráðuneytisins

Umboðsmaður barna sendi í haust bréf til menntamálaráðuneytisins til að spyrja hvernig ráðuneytið hyggist tryggja framhaldsskólanemendum sama eða betri rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts og reglugerð nr. 105/1990 tryggir en hana stendur til að fella á brott. Í lok árs 2010 hafa ekki borist svör við bréfinu.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna sjónvarpsefnis

Í kjölfar ábendinga sem borist hafa embættinu vegna þátta Sveppa og Audda á Stöð 2 sendi umboðsmaður barna dagskrárstjóra Stöðvar 2 bréf þar sem umboðsmaður bendir á ábyrgð og skyldur þeirra sem sýna sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum. Í bréfinu eru Sveppi og Auddi boðnir á fund til að ræða málin en í lok árs höfðu engin viðbrögð borist við bréfinu, sem er dags. 18. nóvember 2010.

Sjá nánar

Fjölskyldan saman um hátíðirnar

Nú þegar líða fer að jólum og áramótum vill umboðsmaður barna leggja áherslu á mikilvægi samverustunda fjölskyldna yfir hátíðarnar. Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

Sjá nánar

Vinnusmiðja á Úlfljótsvatni

Dagana 16. og 17. desember 2010 hélt umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára á Úlfljótsvatni. Þema vinnusmiðjunnar var vinátta, vinaleysi og samkennd.

Sjá nánar

Opið hús á morgun þriðjudaginn 21. desember

Á morgun, þriðjudaginn 21. september, verður opið hús á skrifstofu umboðsmanns barna milli klukkan 10:30 og 12. Skrifstofan er á Laugavegi 13, 2. hæð en gengið er inn í húsið frá Smiðjustíg. Allir eru velkomnir.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk embættis umboðsmanns barna óskar öllum börnum landsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna vinnusmiðju

Dagana 16. til 17. desember heldur umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára á Úlfljótsvatni. Verður skrifstofa umboðsmanns barna því lokuð föstudaginn 17. desember.

Sjá nánar

Leiðir til að virkja börn til þátttöku - Rit á íslensku

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 20 ára á síðasta ári. Af því tilefni voru teknar saman 23 greinar um leiðir til að virkja börn til þátttöku í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Nú er búið að þýða ritið á íslensku og fleiri tungumál.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um barnavernd sem haldin verður mánudaginn 29. nóvember og fjallar um samvinnu við gerð áætlana.

Sjá nánar

Hulduheimar - Myndband um einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu myndbandi um einelti sem var útbúið fyrir nemendur grunnskóla til að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum. Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess.

Sjá nánar

Bréf til fjárlaganefndar vegna niðurskurðar

Umboðsmaður barna hefur sent nefndarmönnum í fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem vakin er athygli á þeim sjónarmiðum sem þarf að hafa í huga þegar þjónusta er skorin niður. Í bréfinu er fjallað um rétt barna til menntunar, umönnunar, heilbrigðis og framfærslu.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Vestfjörðum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla.

Sjá nánar

Skólabragur - Málstofa

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember nk. í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ) frá klukkan 9:30-15:15. Málstofan er öllum opin.

Sjá nánar

Krakkavefur um ADHD

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýlegum vef ADHD samtakanna fyrir börn og unglinga. Á vefnum er útskýrt hvað ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni) er og hvernig þessi taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf og samskipti barna og unglinga auk þess sem gefin eru góð ráð og upplýsingar í einföldu máli og myndum.

Sjá nánar

Menntakvika - Ráðstefna

Vakin er athygli á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands næsta föstudag, 22. október, þar sem boðið verður upp á yfir 170 fyrirlestra í 44 málstofum.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Austurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hafa í gær og í dag, 14. og 15. október, farið um Austfirði og heimsótt skóla. Í heimsóknum sínum kynna þær embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum.

Sjá nánar

Æskan - rödd framtíðar - Ráðstefna

28. - 30. október næstkomandi mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir ráðstefnu þar sem niðurstöður samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum.

Sjá nánar

Börn og mótmæli

Í ljósi þeirra mótmæla sem nú eiga sér stað í samfélaginu vill umboðsmaður barna minna á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarf á sérstakri vernd að halda.

Sjá nánar

Þingmenn minntir á réttindi barna

Vegna umræðu um fjárlagafrumvarpið og niðurskurð hefur umboðsmaður barna sent öllum alþingismönnum bréf þar sem hann minnir á skyldu íslenskra stjórnvalda við börn. Með bréfinu fylgdi eintak af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu.

Sjá nánar

Vilt þú fræðast um réttindi barna?

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa samtaka sem vinna með börnum þar sem boðið er upp á kynningu á embættinu og réttindum barna.

Sjá nánar

Eineltisátak – opnir borgarafundir

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.

Sjá nánar

Eineltisáætlun - hvað svo?

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur sinn fyrsta morgunverðarfund á þessu misseri miðvikudaginn 15. september á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Efni fundarins er Eineltisáætlun - hvað svo?

Sjá nánar

Við upphaf skólagöngu

Samtökin Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa tekið saman atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga þegar barn byrjar í grunnskóla.

Sjá nánar

Tilkynningarskylda - trúnaðarskylda - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um tilkynningarskyldu og trúnaðarskyldu sem haldin verður í HÍ á miðvikudaginn kl. 12:15. Að málstofunni standa Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Lagastofnun HÍ.

Sjá nánar

Mikilvægi forvarna í barnaverndarstarfi - Málstofa

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 27. september kl. 12.15 - 13.15 í húsnæði Barnaverndarstofu við Höfðatorg.

Sjá nánar

Skref í rétta átt í eineltismálum

Umboðsmaður barna fagnar allri vandaðri umræðu um eineltismál og þeim aðgerðum sem ýmsir aðilar hafa staðið að til að skilja einelti betur, draga úr því og aðstoða þá sem þurfa.

Sjá nánar

Vel heppnuð dagskrá á Menningarnótt

Umboðsmaður barna tók þátt í Menningarnótt með því að hafa opið hús frá kl. 11 til 13. Í boði var fjölskylduvæn skemmtun fyrir eril dagsins. Flautuhópurinn KóSi flutti fjörug og falleg lög og Jóhann Auðunn trúbador spilaði og söng nokkur vel valin lög.

Sjá nánar

Líðan barna - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu með niðurstöðum könnunar um líðan barna sem embættið lagði fyrir um 1350 nemendur 5. - 7. bekkja grunnskóla.

Sjá nánar

Busavígslur í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum.

Sjá nánar

Verslunarmannahelgin

Nú er framundan verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi sumarsins. Umboðsmaður barna vill hvetja fjölskyldur til að njóta helgarinnar saman. Samvera foreldra og ungmenna er mjög mikilvæg og hefur gríðarlegt forvarnargildi.

Sjá nánar

Illi kall - Ný barnabók um heimilisofbeldi

Út er komin barnabókin ILLI KALL. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu og er henni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn.

Sjá nánar

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti veitti íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum.

Sjá nánar

Nemi í starfsþjálfun

Dagana 20. og 21. maí sl. fékk umboðsmaður barna til sín nema í starfskynningu. Neminn er 16 ára nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og heitir Ingheiður Brá.

Sjá nánar

Vernd barna gegn ofbeldi - Málþing

Barnaheill standa fyrir málþingi um vernd barna gegn ofbeldi miðvikudaginn 26. maí næstkomandi kl.  9.00-12.30 á Hilton-Nordica hóteli. Yfirskriftin er „Horfin lífsgleði - okkar ábyrgð".

Sjá nánar

Börn yfir kjörþyngd

Í frétt á vefsvæði Lýðheilsustöðvar dags. 16. apríl 2010 segir frá nýútkominni skýrslu sem Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa tekið saman og gefið út. Í skýrslunni, sem ber titilinn „Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu - Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast?", er komið á framfæri nýjum tölum og stuttri útlistun á lykilhugtökum sem notuð eru um líkamsþyngd barna.

Sjá nánar

Mótmæli við heimili bitna á börnum

Mótmæli og skemmdarverk fyrir utan heimili geta haft neikvæð áhrif á líðan barna og brotið gegn rétti þeirra til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði"

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hélt í annað sinn ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, dagana 7. – 9. apríl. Að þessu sinni var hún haldin á Laugum í Dalabyggð. Markmið ráðstefnunnar var að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni sem starfa í ungmennaráðum um allt land.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmaður barna hefur sent dómsmála og mannréttindaráðherra bréf, dags. 15. mars 2010, þar sem umboðsmaður hvetur ráðherra til þess að hlutast til um að gerðar verði verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða og þær unnar í samstarfi við þá aðila sem koma að slíkum gerðum.

Sjá nánar

Handbók um mataræði í framhaldsskólum

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Sjá nánar

Kynning á embættinu

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu er m.a. boðið upp á kynningu fyrir hópa.

Sjá nánar

Dagur án eineltis

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lýst daginn í dag, 17. mars, sem dag án eineltis. Deginum er ætlað að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli og minna á að allir dagar ættu að sjálfsögðu að vera án eineltis. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í Ráðhúsinu og hefst það kl. 14:30.

Sjá nánar

Stóra upplestrarkeppnin í Rimaskóla

Umboðsmaður barna hefur í nokkurn tíma átt mjög gott samstarf við Rimaskóla. Á dögunum var óskað eftir því að umboðsmaður, Margrét María, yrði viðstödd Stóru upplestrarkeppnina þar og tæki sæti í dómnefnd. Umboðsmaður þáði þetta boð með þökkum og átti góða stund með nemendum 7. bekkja skólans.

Sjá nánar

Um skólareglur

Vegna umfjöllunar um skólareglur í fjölmiðlum vill umboðsmaður barna koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Sjóðir til styrktar börnum

Umboðsmaður barna hefur ákveðið að safna upplýsingum um þá sjóði sem starfa í þágu barna á einn eða annan hátt, hvort sem þeir starfa samkvæmt eftir staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988 eða ekki.

Sjá nánar

Öskudagur

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri.

Sjá nánar

Málstofur RBF vorið 2010

Fimm málstofur verða haldnar á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands vorið 2010. Þema vorsins er Foreldraskyldur samfélags og réttur barna.

Sjá nánar

Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Á málstofu Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafardeildar HÍ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12-13, í Lögbergi stofu 102, mun Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, flytja fyrirlesturinn Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Sjá nánar

Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna

Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna. 

Sjá nánar

Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.

Sjá nánar

Fræðsluefni um áhrif koffíns

Matvælastofnun hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

Sjá nánar

Fræðsluefni um tannvernd barna

Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna.

Sjá nánar

Ný vefsíða - Léttari æska

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

Sjá nánar

Málstofur um barnavernd og fjölmiðlun

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa hafa undanfarin ár staðið staðið fyrir málstofum um barnavernd einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni verður sjónum beint að barnavernd og fjölmiðlum.

Sjá nánar

Einblöðungur um skólaráð - Bréf til grunnskóla

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvubréf til að kynna einblöðung um skólaráð sem gefinn var út fyrr í vetur. Einblöðungurinn er sérstaklega ætlaður nemendum grunnskóla og hefur að geyma upplýsingar úr grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð ásamt nokkrum hagnýtum atriðum fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í skólaráði.

Sjá nánar

Æskulýðssjóður

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóð. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar n.k

Sjá nánar