Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Breytingar á fæðingarorlofi

Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á fæðingarorlofi, þ.e. skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku hluta orlofsins um þrjú ár.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Hagsmunasamtök foreldra

Vegna athugasemda sem umboðsmanni barna hafa borist um viðtal við starfsmann embættisins í fréttum stöðvar 2 miðvikudaginn 18. nóvember er rétt að koma því á framfæri að hvorki umboðsmaður barna né starfsmenn hans tengjast félagi forsjárforeldra eða öðrum hagsmunasamtökum foreldra.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Viðurkenning Barnaheilla

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi veittu í dag á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Ágústi Ólafi Ágústssyni viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Sjá nánar

Nýtt rit NORDBUK um lýðræðisþátttöku barna

Í tengslum við 20 ára afmæli Barnasáttmálans hefur Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) gefið út rit sem hefur að geyma 23 greinar um lýðræðisþátttöku barna og ungmenna á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Sjá nánar

Æska Íslands! Til hamingju með daginn

Í dag eru 20 ár liðin frá því að allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti Barnasáttmálann. Af því tilefni gefur umboðsmaður barna út bók sem er afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi?"

Sjá nánar

Ungmennaráð safna hetjum

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.

Sjá nánar

Ungmennaráð funda með allsherjarnefnd Alþingis

Meðlimir úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í morgun, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi.

Sjá nánar

Könnun um skólaráð

Til að kanna hvernig grunnskólum landsins miðar í þeirri vinnu að koma á formlegu nemendalýðræði sendi umboðsmaður barna öllum grunnskólum landsins spurningalista í sumar.

Sjá nánar

Ungmennaráðin vekja athygli á Barnasáttmálanum í Kringlunni

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims, verður 20 ára föstudaginn 20. nóvember. Í tilefni þess hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sameinað krafta sína en þau munu halda mikilvægi sáttmálans á lofti með fjölbreyttum hætti í afmælisvikunni.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 20 ára - dagskrá afmælisviku

Barnasáttmálinn verður 20 ára þann 20. nóvember. Af því tilefni hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Unicef og Barnaheilla fundað og ákveðið að halda upp á afmælisvikuna 15. til 20. nóvember. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Sjá nánar

Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu um skólastefnuna skóli án aðgreiningar sem haldin verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.15–16.30. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Um lánveitingar til barna

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr fyrir tveimur árum vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda (sýslumanns) og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Mega börn taka lán?

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Barnaheill opna Heyrumst.is

Barnaheill hafa opnað barna- og unglingavefinn heyrumst.is. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum.

Sjá nánar