23. nóvember 2009

Hagsmunasamtök foreldra

Vegna athugasemda sem umboðsmanni barna hafa borist um viðtal við starfsmann embættisins í fréttum stöðvar 2 miðvikudaginn 18. nóvember er rétt að koma því á framfæri að hvorki umboðsmaður barna né starfsmenn hans tengjast félagi forsjárforeldra eða öðrum hagsmunasamtökum foreldra.

Vegna athugasemda sem umboðsmanni barna hafa borist um viðtal við starfsmann embættisins í fréttum stöðvar 2 miðvikudaginn 18. nóvember er rétt að koma því á framfæri að hvorki umboðsmaður barna né starfsmenn hans tengjast félagi forsjárforeldra eða öðrum hagsmunasamtökum foreldra. Í umræddu viðtali var starfsmaður embættisins einungis að svara nokkrum spurningum um meistararitgerð sem hann skrifaði um áhrif heimilisofbeldis á ákvarðanir í umgengnis- og forsjármálum.

Umboðsmaður barna telur að réttur barna til að  umgangast báða foreldra sé mjög mikilvægur. Börn eiga hins vegar einnig rétt á víðtækri vernd gegn ofbeldi. Er því mikilvægt að taka tillit til beggja þessara réttinda þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að stuðla að umgengni og jákvæðum tengslum barns við foreldri en það má þó aldrei vera á kostnað öryggis og verndar barns.

Umboðsmaður barna mun halda áfram að halda sig fyrir utan hagsmunabaráttu foreldra, enda ber honum einungis að gæta að réttindum barna. Umboðsmaður fagnar þó öllum þeim sem vinna með einum eða öðrum hætti að auknum réttindum barna.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica