Fréttir: mars 2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

11. mars 2009 : Velferð barna ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga

Miðvikudaginn 18. mars nk. verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel frá kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er „Velferð barna ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga.“

9. mars 2009 : Réttur barna til sérfræðiþjónustu í grunnskóla

Umboðsmanni barna hafa borist nokkur erindi vegna sérfræðiþjónustu við börn í grunnskóla þar sem vafi leikur á hvaða stjórnvöld beri ábyrgð á því að veita slíka þjónustu og hvert inntak slíkrar þjónustu skuli vera.

6. mars 2009 : Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

4. mars 2009 : Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

4. mars 2009 : Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

4. mars 2009 : Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica