4. mars 2009

Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Æfingarmiðstöðvarinnar og Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4. hæð. Fundarstjóri er Bryndís Snæbjörnsdóttir. Foreldrar og aðstandendur eru hvattir til að mæta og taka börnin með. Þau sem eru of ung til að taka þátt í umræðum verða í góðum höndum starfsmanna Reykjadals á meðan á fundinum stendur. Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica