4. mars 2009

Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.  

Viðfangsefni ráðstefnunnar er spurningin um „Hvort ungmennaráð séu gjallarhorn ungs fólks?“. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ setur ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ávarpar gesti.  Á morgun fimmtudag mun umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, flytja erindi um stöðu ungmennaráða á Íslandi. Auk þess verða erlendir sem innlendir fyrirlesarar sem allir hafa reynslu af starfi ungmennaráða, umræður, hópvinna og skemmtun. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica