Fréttir


Eldri fréttir: mars 2008

Fyrirsagnalisti

31. mars 2008 : Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.

28. mars 2008 : Afmælisrit Einstakra barna

Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.

11. mars 2008 : Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

7. mars 2008 : Vörur sem auglýstar eru fyrir fermingarbörn

Að  gefnu tilefni vill umboðsmaður barna benda á að þegar vörur eru auglýstar fyrir fermingarbörn eða sem fermingargjafir er mikilvægt að huga að því hvort varan og fylgihlutir með henni teljist almennt hæfa aldri fermingarbarna.

5. mars 2008 : Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum - Nýr bæklingur

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bæklinginn Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum.

5. mars 2008 : Hættan er ljós - Varað við notkun barna og unglinga á ljósabekkjum

Hafið er átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð.

3. mars 2008 : Hugsað um barn - Námskeið

Námskeiðið HUGSAÐ UM BARN fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fimmtudagkvöldið 6. mars og þriðjudagskvöldið 11. mars frá kl. 20:00 – 22:00.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica