Fréttir
Eldri fréttir: mars 2008
Fyrirsagnalisti
Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.
Afmælisrit Einstakra barna
Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.
Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni
Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.
Vörur sem auglýstar eru fyrir fermingarbörn
Að gefnu tilefni vill umboðsmaður barna benda á að þegar vörur eru auglýstar fyrir fermingarbörn eða sem fermingargjafir er mikilvægt að huga að því hvort varan og fylgihlutir með henni teljist almennt hæfa aldri fermingarbarna.
Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum - Nýr bæklingur
Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bæklinginn Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum.
Hættan er ljós - Varað við notkun barna og unglinga á ljósabekkjum
Hafið er átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð.
Hugsað um barn - Námskeið
Námskeiðið HUGSAÐ UM BARN fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fimmtudagkvöldið 6. mars og þriðjudagskvöldið 11. mars frá kl. 20:00 – 22:00.