Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum - Nýr bæklingur

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bæklinginn Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum.
Bæklingurinn byggir á skýrslu um samnefnt tilraunaverkefni, sem er liður í því markmiði að Norðurlöndin verði fyrirmyndarstaður fyrir börn. Í bæklingnum er greint frá úrræðum sem yfirvöld á Norðurlöndum hafa gripið til til þess að bæta umhverfi og heilsu barna. Þegar leitað er leiða til að ná settum markmiðum um umhverfi og heilsu barna er vert að líta til þess sem vel hefur tekist í norrænu grannríkjunum.
Hægt er að nálgast bæklinginn í heild sinni á http://norden.org/pub/miljo/miljo/sk/ANP2008713.pdf en Umhverfisstofnun hefur tekið að sér að dreifa bæklingnum.