Fréttir: febrúar 2006

Fyrirsagnalisti

21. febrúar 2006 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir - reykingabann, 388. mál.

Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir - reykingabann, 388. mál.   Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 21. febrúar 2006.

16. febrúar 2006 : Meðferð kynferðisbrotamála á rannsóknarstigi

Hinn 6. febrúar sl. sendu umboðsmaður barna og Barnaverndarstofa bréf til dómsmálaráðherra þar sem skorað er á hann að gerð verði úttekt á reynslunni af breytingum á lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála eins og þeim var breytt með lögum nr. 36/1999. 

8. febrúar 2006 : Börn og auglýsingar - málþing

Á öskudaginn 1. mars nk. ætlar umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og Heimili og skóli að standa fyrir málþingi sem ber yfirskiftina Börn og auglýsingar - er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?

6. febrúar 2006 : Hlífum barninu við ónauðsynlegu áreiti

Heilræði febrúarmánaðar tengist því mikla magni upplýsinga og áreiti sem dynur á börnum og unglingum.

2. febrúar 2006 : Hver ræður för? - Málþing

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir.

1. febrúar 2006 : Siðferði á Netinu - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu sem SAFT-verkefni Heimilis og skóla stendur fyrir um siðferði á Netinu.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica