8. febrúar 2006

Börn og auglýsingar - málþing

Á öskudaginn 1. mars nk. ætlar umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og Heimili og skóli að standa fyrir málþingi sem ber yfirskiftina Börn og auglýsingar - er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?

Á öskudaginn 1. mars nk. ætlar umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og Heimili og skóli að standa fyrir málþingi sem ber yfirskiftina

Börn og auglýsingar
- er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?

Málþingið verður haldið í Gullteigi á Grand Hotel Reykjavík, kl. 12:30 - 16:45.  Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. 

Dagskrá málþingsins:

12:30   Afhending gagna
13:00   Setning
13:05   Ávarp viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur

Staðan
13:15   Gildandi efnisreglur hérlendis og erlendis, Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna
13:25   Gildandi formreglur og úrræði í lögum og væntingar um breytingar, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda
13:35   Auglýsingar og börn. Hvenær er of langt gengið? Anna Birna Halldórsdóttir, sviðsstjóri markaðssviðs Neytendastofu

Fræðin
13:45   Bernskan og mennskan, Jón Á. Kalmansson heimspekingur
14:00   Auglýsingalæsi barna,  Dr. Baldur Kristjánsson, dósent í sálarfræði við KHÍ
14:20   Neysluhvetjandi auglýsingar, Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar

 14:35   Kaffihlé

Neytendurnir
14:55   Eiga auglýsendur að bjóða börnum upp í dans? María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla
15:10   Auglýsingar og markaðsmennska í framhaldskólum – hagsmunir hverra? Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
15:25   Viðhorf unglings, Unnsteinn Stefánsson, nemandi í 10. bekk Austurbæjarskóla

Markaðurinn
15:35   Hafa auglýsingar áhrif á börn og unglinga? Páll Líndal, formaður Samtaka auglýsenda
15:50   Varnarleysi barnsins sem neytanda, Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður hjá Fíton, auglýsingastofu
16:05   Ábyrgð ljósvakamiðla og annarra fjölmiðla – straumar og stefnur, Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti og fulltrúi í fjölmiðlanefnd

 Hvað svo?
16:15   Panelumræður undir stjórn Sigmundar Erns Rúnarssonar, fréttastjóa NFS

16:45   Málþingsslit, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda

 Skráning hér.  Frekari upplýsingar á www.gestamottakan.is og í síma 551 1730.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica