Frásagnir barna - skólinn

Í mörgum frásögnum var fjallað um þær breytingar sem höfðu orðið á skólahaldi. Börnunum fannst skrítið að þurfa að sitja ein og að fá ekki að fara í frístund. 

Skiptar skoðanir komu fram um fjarkennslu og fannst mörgum erfitt að læra heima á meðan aðrir voru ánægðir með hvernig hefði tekist til og tóku fram að verkefnin hafi verið fjölbreytt. Í flestum skólum var nemendum skipt upp í hópa og var reynt að koma í veg fyrir samskipti þar á milli. Þetta fannst mörgum börnum erfitt, sérstaklega ef bestu vinir þeirra voru í öðrum hóp en þau. Þá hafði það líka áhrif á þau að skólahald lá niðri í ákveðnum skólum bæði fyrir og eftir samkomubann.

Efni frá börnum

Um skólann

Börn höfðu þetta að segja um skólann. 

 • Skólinn breyttist og var bara á þriðjudögum og fimmtudögum í 2 klukkutíma en samt fullt af heimanámi.
 • Við mættum í skólann á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13:00 til 15:00 en vorum samt með heimaverkefni.
 • Mér fannst mjög leiðinlegt í heimaskóla vegna þess að þú ert bara að læra heima hjá þér... Sko þó manni finnist krakkarnir í skólanum ekkert sérstaklega skemmtilegir þá er mjög leiðinlegt að hitta ekkert annað fólk enn bara þau sem búa á sama heimili og þú.
 • Bara að hugsa sér um alla sem þurfa aðstoð í náminu sem fá ekki almennilega hjálp út af þessu. Alla sem höndla breytingu MJÖG illa m.a. einhverf börn. Við eigum rétt á skólastarfi og þrátt fyrir sannanir að við smitum ekki þá er því svift af okkur. Núna eru kennarar og skólastarfsmenn að viðurkenna það að við smitum ekki og SAMT er ekki venjulegt skólastarf fyrir en 4. maí og það munar alveg um það.
 • En áður en samkombannið var að þá var búið að vera verkfall í skólanum mínum og þegar samkomubannið var búið að þá var aftur verkfall, verkfallir var í sirka eina og hálfa viku.
 • Það var frekar leiðinlegt í samkomubanninu og auk þess var líka verkfall svo það var extra leiðinlegt.
 • Eftir tvo daga í skólanum byrjaði verkfallið aftur og við gátum ekki mætt í skólan.
 • Maður gat sofið út og farið aðeins seinna að sofa en síðan fór faraldurinn niður og íþróttaæfingarnar byrjuðu aftur og skólin byrjaði í 2 daga en þá kom aftur verkfall hjá Eflingu og við fengum frí þar til það var samið seint á sunnudagskvöldi.
 • Ég mátti ekki hitta 2 bestu vinkonur mínar sem ég hitti venjulega á hverjum einasta degi. En sem betur fer á ég 3 bestu vinkonur og 1 þeirra er í mínum hóp.
 • Líf mitt hefur breyst mjög mikið út af covid 19 t.d. það eru engar íþróttir, sundlaugin er lokuð og ég má ekki hitta vinkonur mínar sem eru í hinni stofunni. Skólinn hefur líka breyst mjög mikið. Núna er skólinn helmingi stittri, kennararnir koma með okkur út og við meigum ekki hitta aðra hópa.
 • Mér finnst leiðinlegt að við megum ekki leika við krakkana úr hinni stofunni. við þurfum altaf að þvo okkur um hendurnar Þegar við komum inn í stofuna.
 • Mér leið mjög vel á þessum tíma. Kennararnir í skólanum voru samt ekkert spara heimanámið. Þau gáfu mér kvíða sem ég er ennþá með til þessa dags. Nokkrir voru með próf fyrir okkur beint eftir Samkomubannið, sem var bara ómögulegt. Ég hafði ekkert vandamál við samkomubannið fyrr en að kennararnir eyðilögðu það með stressi.
 • Covid hefur breytt lífi mínu dálítið en það er orðið frekar líkt og það var áður en allt breytist þegar það byrjaði. Mjög snemma var skólinn lokaður og það breytti öllu. Það var mjög skrýtið í byrjun en ég vandist því fljótt það sama getur ekki verið sagt um alla. Bæði kennara og nemanda. Það var erfitt fyrir suma vinna í gegnum tölvur og kennara því að það var að kenna. Einn af erfiðustu pörtunum við að læra heima eru allar truflanir sem koma og ekki bara læti og þannig en líka sumir hlutir eins og að hafa innternetið og YouTube eða tölvuleiki bara þarna og einginn leið fyrir kennarann að vita hvað þú varst að gera. Annar hlutur voru að sumir kennarar áttu erfitt með að kenna í gegnum tölvur og kunnu bara ekkert á tölvur. En eftir nokkrar vikur þá lærðu þau að nota þær og allir kennararnir (sem kenndu okkur fjarkennslu). Það var líka skrýtið að venjast að vera heima allan daginn með foreldrunum en ég vandist því í endanum.

dagbókarfærsla

 

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

dagbókarfærsla

 

 

Næsti kafli - fjölskylda og vinirTil baka

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica