17. október 2022

Staða barna sem eiga foreldra í fangelsum

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra til að vekja athygli á réttindum og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 

Í bréfinu sem dagsett er 17. október er vitnað í þær tvær skýrslur sem embættið lét vinna fyrir sig í sumar um börn fanga. En þær skýrslur leiða í ljós að brýn þörf er á að endurskoða mál sem varða fullnustu refsinga með hagsmuni og réttindi barna að leiðarljósi.  

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna skal embættið afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna í samfélaginu. Embættið leggur sérstaka áherslu á þá hópa barna sem lítið hefur verið fjallað um í opinberri umræðu.

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica