19. janúar 2021

Ofbeldi gegn fötluðum börnum

Umboðsmaður barna ásamt Þroskahjálp og Tabú hafa sent bréf til dómsmálaráðuneytisins og Dómstólasýslunnar. Bréfið varðar ofbeldi gegn fötluðum börnum. 

Fötluð börn og ungmenni eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi samkvæmt erlendum rannsóknum. Engar vísbendingar eru um að öðruvísi sé farið að þessu hér á landi. Ofbeldi gegn fötluðum börnum er ein birtingarmynd neikvæðrar og úreltra hugmynda og viðhorfa gagnvart fötluðu fólki sem hefur leitt til mismununar og jaðarsetningar þeirra. 

Í bréfi umboðsmanns barna, Þroskahjálpar og Tabú er dómsmálaráðuneytið og Dómstólasýslan meðal annars hvött til þess að tryggja að löggæsluaðilar, dómarar og aðrir þeir sem koma að rannsóknum og meðferð mála sem varða ofbeldi gegn fötluðum börnum, búi yfir nauðsynlegri þekkingu á réttindum fatlaðra barna sem og eðli, tíðni og áhrifum ofbeldis gegn þeim.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica