29. apríl 2009

Dagur barnsins 24. maí

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

Verkefnið tekur mið af 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öllum grunn – og leikskólum var boðin þátttaka og var kennurum og nemendum frjálst að vinna það á hvern þann hátt sem þau kusu, svo framarlega að það félli að þema verkefnisins sem var nærsamfélagið.

Verk barnanna verða sýnd í Gerðubergi í tengslum við Dag barnsins, sem að þessu sinni verður sunnudaginn 24. maí.  Sýningin verður hins vegar opnuð föstudaginn 22. maí og stendur til 28. júní. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og skoða afraksturinn og þá sérstaklega börn og fjölskyldur þeirra sem vilja eiga góða stund saman í listfengu umhverfi. 

Nánari upplýsingar um verkefni umboðsmanns barna, „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ má finna hér


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica