11. mars 2024

Bréf til ráðherra vegna biðlista

Umboðsmaður barna sendi bréf til þriggja ráðherra vegna biðlista eftir þjónustu við börn. 

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum. 

Nýjar upplýsingar voru birtar hér á vefsíðunni þann 26. febrúar sl. og sýna þær nokkuð skýrt að staðan er ekki góð. 

Embættið sendi því bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvernig ráðherrar hyggist bregðast við þeirri stöðu. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica