Fréttir: maí 2022

Fyrirsagnalisti

30. maí 2022 : Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum

Úthlutun var tilkynnt á degi barnsins við athöfn í skála Alþingis en sjóðurinn styrkir 34 verkefni á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn frá stofnun sjóðsins sem veittir eru styrkir til barnamenningar. 

27. maí 2022 : Skýrsla barnaþings 2022 afhent ráðherrum

Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna afhentu ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu barnaþings 2022 en í henni eru að finna helstu niðurstöður frá þinginu sem haldið var í mars síðastliðinn. Afhending fór fram á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. 

24. maí 2022 : Um vinnu barna og unglinga

Sumar- og aukastörf ungmenna geta reynst góður undirbúningur fyrir þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði síðar meir. Gæta þarf að því að þau valdi starfinu, það sé í samræmi við aldur þeirra, líkamlega getu og þroska og þau beri ekki of mikla ábyrgð.

5. maí 2022 : Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni

Miðvikudaginn 4. maí 2022 var fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf en hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjunum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica