Fréttir: ágúst 2017

Fyrirsagnalisti

31. ágúst 2017 : Samningar við nemendafélög í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent nokkrum fyrirtækum bréf vegna samninga við nemendafélög í framhaldsskólum.

25. ágúst 2017 : Ársskýrsla 2016 komin út

Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið.

23. ágúst 2017 : Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.

15. ágúst 2017 : Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið verður verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica