25. ágúst 2017

Ársskýrsla 2016 komin út

Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið.

Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið. 

Í tengslum við starfslok Margrétar Maríu gaf umboðsmaður barna út skýrsluna Helstu áhyggjuefni 2017 og í viðauka ársskýrslunnar er samantekt þeirra skýrslu. 

Líkt og með ársskýrslur okkar hafa síðustu ár var þessi ársskýrsla skreytt með myndum eftir hina ýmsu grunnskólanemendur en okkur finnst nauðsynlegt að börn hafi ríkari tengingu við ársskýrsluna. Í ár leituðum við til nemenda í Grunnskóla Húnaþings Vestra og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag. 

Ársskýrslan er birt hér á vef umboðsmanns. Hægt er að sjá nýjustu og eldri ársskýrslur á pdf formi eða óuppsettar án mynda hér undir flipanum Útgefið efni

Einnig er hægt að lesa skýrsluna rafrænt með því að smella á myndina hér fyrir neðan (opnast í nýjum glugga).

Sub 2016 Kapa


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica