Fréttir: febrúar 2017

Fyrirsagnalisti

27. febrúar 2017 : Frumvarp til fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti þann 24. febrúar 2017.

23. febrúar 2017 : Fundur með starfsmönnum ráðuneyta

Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki átti í dag fund með starfsmönnum allra ráðuneyta. Tilgangur fundarins var að ræða málefni og réttindi barna og minna á starf embættisins.

21. febrúar 2017 : Úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda - bréf til ráðherra

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til félags- og jafnréttismálaráðherra. Tilgangur bréfsins er að fá upplýsingar um meðferðarheimili vegna úrræða fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda sem áætlað hefur verið að setja á stofn og á hvaða stigi þær framkvæmdir eru.

16. febrúar 2017 : Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.

15. febrúar 2017 : Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.

7. febrúar 2017 : Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica