Fréttir: september 2016

Fyrirsagnalisti

23. september 2016 : Tengslafundur fyrir félagasamtök

Tengslafundur fyrir félagasamtök sem vinna að málefnum barna verður haldinn fimmtudaginn 6. október, milli kl. 14:30 og 16.

16. september 2016 : Páll Valur Björnsson hlýtur Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Verðlaunin falla í hlut þess þingmanns sem ungmennunum þykir hafa staðið sig best í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna á Alþingi á ári hverju. Verðlaunin verða veitt árlega og voru afhent í fyrsta skipti í dag.

7. september 2016 : Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur, 813. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. september 2016.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica