Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Námsgögn á táknmáli - bréf

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra og Menntamálastofnun bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgang heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að námsgögnum á táknmáli í grunnskólum hér á landi.

Sjá nánar

Börn í leit að alþjóðlegri vernd

Umboðsmaður barna hefur á undanförnum mánuðum sérstaklega kynnt sér málefni barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Ljóst er að það er mikill vilji hér á landi til þess að tryggja réttindi barna. Því miður virðist þó oft skorta upp á að réttindi barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd séu raunverulega virt í framkvæmd.

Sjá nánar

Ungir vegfarendur fara senn á kreik

Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.

Sjá nánar

Réttur til menntunar - ábyrgð foreldra

Nú styttist í skólabyrjun í framhaldsskólum landsins. Af því tilefni vill umboðsmaður barna minna foreldra og aðra á réttindi barna í framhaldsskólum. Eftir að skyldunámi lýkur eiga öll börn rétt á menntun eða starfsþjálfun við hæfi og er sá réttur m.a. tryggður í 28. gr. Barnasáttmálans og lögum um framhaldsskóla.

Sjá nánar