17. ágúst 2016

Ungir vegfarendur fara senn á kreik

Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.

Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við því að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.

Hvort sem þú ert hjólandi, gangandi eða keyrandi vegfarandi er nauðsynlegt að sýna öðrum virðingu og kurteisi í umferðinni. Ungir vegfarendur læra af þeim sem eldri eru og ef þeim er ekki sýnd kurteisi er líklegt að þeir sýni öðrum vegfarendum heldur ekki kurteisi í framtíðinni. Þeir sem eru keyrandi þurfa að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjum vegfarendum og temja sér þann sið að keyra varlega í kringum skóla eða þar sem börn eru á ferð og halda athygli allan tímann þegar setið er undir stýri. Það getur reynst öllum dýrkeypt að flýta sér of mikið í umferðinni.  Verum tillitssöm við hvort annað og einbeitum okkur að því að vera góðar fyrirmyndir fyrir þá sem eru að koma nýir inn í umferðina.

Þá er einnig gott að reyna að draga úr bílaumferð í kringum skóla með því að labba eða hjóla með barninu sínu í skólann. Einnig er ágætt fyrir foreldra að aðstoða börn sín við að velja öruggustu leiðina í skólann og labba eða hjóla með þeim fyrstu dagana. 

 

Teiknuð mynd, hagsmunir barna í forgang


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica