Fréttir: júlí 2015

Fyrirsagnalisti

14. júlí 2015 : Talsmaður barna á Grænlandi í heimsókn

Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu.

8. júlí 2015 : Tilmæli Evrópuráðsins frá 2011 um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu

Á vef velferðarráðuneytisins hefur nú verið birt íslensk þýðing af tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu við börn og fjölskyldur. Tilmælin taka til réttinda barna við skipulagningu, veitingu og mat á félagsþjónustu sem sníða verður að þörfum barna og fjölskyldna þeirra.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica