Fréttir: október 2013

Fyrirsagnalisti

30. október 2013 : Meirihluti barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega

SAFTstóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga.

21. október 2013 : Börn á faraldsfæti í Evrópu - Heimildamynd og yfirlýsing

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move). Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni.

1. október 2013 : Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja

Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynlegt af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama barns og samræmist illa 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica