Fréttir: 2012

Fyrirsagnalisti

28. desember 2012 : Greiðsla tryggingabóta frá tryggingafélögum til barna - Bréf

Umboðsmanni barna barst á árinu erindi þess efnis að foreldri fékk greiddar tryggingabætur f.h. barns og fór illa með þá fjármuni þannig að bæturnar skiluðu sér ekki til barnsins. Í kjölfarið sendi umboðsmaður barna bréf til sex tryggingafélaga á Íslandi til að kanna hvernig staðið er að greiðslu tryggingabóta sem börn eiga rétt á vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Niðurstöður þessarar könnunar hafa verið kynntar innanríkisráðherra og tryggingarfélögunum.

28. desember 2012 : Hávaði í námsumhverfi barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hljóðvist í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og afleiðingum hávaða fyrir nám, málþroska og heilsu barna.

20. desember 2012 : Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

19. desember 2012 : Skortur á reglum um lengda viðveru barna - Bréf

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir því að engar opinberar reglur eða viðmið taki á starfssemi frístundaheimila.

18. desember 2012 : Aðfarargerðir á börnum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að hlutast til um að verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða verði settar sem fyrst.

17. desember 2012 : Mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf til að koma á framfæri ábendingum um mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku fyrir þjónustu við börn. Telur umboðsmaður mikilvægt að ríki og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og stuðli að því að aldursmörk barna verði samræmd og fullorðinsgjald miðað við 18 ára aldur á vettvangi sveitarfélaga

7. desember 2012 : Umboðsmaður barna flytur

Til stendur að embættið skipti um húsnæði í næstu viku og því má búast við að afgreiðsla þess geti verið takmörkuð vikuna 10. til 15. desember.

6. desember 2012 : Frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál.

Í tölvupósti frá nefndasviði Alþingis dags. 29. nóvember var óskað eftir umsögnum um frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 6. desember 2012.

6. desember 2012 : Skýringar með 12. gr. frumvarps til stjórnskipunarlaga

Á fundi velferðarnefndar þann 28. nóvember sl. óskaði nefndin eftir því að umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi myndu senda skriflegar athugasemdir við skýringar með 12. gr. frumvarps til stjórnskipunarlaga um rétt barna.
Síða 1 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica