Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.
Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.
Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að slysavörnum barna verði fundinn varanlegur staður á vegum hins opinbera.
Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.
Yfirskrift fyrsta morgunverðarfundar Náum áttum á þessu hausti er Fastur á netinu? Á fundinum verður fjallað um tölvufíkn, áhrif mikillar tölvunotkunar á ungmenni, forvarnir og úrræði.
Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.
Á nýafstöðnum fundi norrænna umboðsmanna barna var samþykkt ályktun um vernd barna gegn ofbeldi.
Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð í dag, þriðjudaginn 5. júní 2012, vegna málstofu sem embættið stendur fyrir í Þjóðminjasafninu um innleiðingu Barnasáttmálans og funda með norrænum umboðsmönnum barna. Líklegt er að á morgun verði lokað fyrir hádegi vegna funda og heimsókna.
Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 21. maí kl. 12.15 - 13.15 á Barnaverndarstofu, Höfðaborg (Borgartúni 21). Yfirskriftin er "Vistheimili barna Laugarásvegi - tækifæri og áskoranir til framtíðar".
Umboðsmaður barna telur mikilvægt að lokaathugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnaréttarnefndarinnar, verði aðgengilegar í lokaútgáfu en ekki sem drög að þýðingu. Þá hefur skýrsla íslenska ríkisins aðeins verið birt á ensku. Nauðsynlegt er að bæði fullorðnir og börn fái vitneskju um skýrslurnar, geti nálgast þær auðveldlega og kynnt sér þær á móðurmáli sínu.
Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) og Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti standa að málstofu um einelti hinn 12. apríl 2012 kl. 14 -16:30 í stofu H 207 í húsnæði MVS við Stakkahlíð.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.
Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 26. mars kl. 12:15 - 13:15 í Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, Höfðaborg. Yfirskriftin er „Kynning á tveimur MA rannsóknum um beitingu úrræðanna tilsjón og stuðningsfjölskylda í barnaverndarstarfi."
Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um tannheilsu íslenskra barna miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 9-11 á Grand Hóteli í Reykjavík.
Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.
Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26, 27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.
Í dag, öskudag, býður umboðsmaður barna öllum krökkum sem vilja koma og syngja upp á góðgæti. Við erum á Laugavegi 13, 2. hæð og það er gengið inn í húsið frá Smiðjustíg. Vonum að sjá sem flesta.
Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna í samvinnu við Evrópuráðið til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þann 20. janúar. Málstofan fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 18.