Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hávaði í námsumhverfi barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hljóðvist í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og afleiðingum hávaða fyrir nám, málþroska og heilsu barna.

Sjá nánar

Greiðsla tryggingabóta frá tryggingafélögum til barna - Bréf

Umboðsmanni barna barst á árinu erindi þess efnis að foreldri fékk greiddar tryggingabætur f.h. barns og fór illa með þá fjármuni þannig að bæturnar skiluðu sér ekki til barnsins. Í kjölfarið sendi umboðsmaður barna bréf til sex tryggingafélaga á Íslandi til að kanna hvernig staðið er að greiðslu tryggingabóta sem börn eiga rétt á vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Niðurstöður þessarar könnunar hafa verið kynntar innanríkisráðherra og tryggingarfélögunum.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að hlutast til um að verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða verði settar sem fyrst.

Sjá nánar

Mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf til að koma á framfæri ábendingum um mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku fyrir þjónustu við börn. Telur umboðsmaður mikilvægt að ríki og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og stuðli að því að aldursmörk barna verði samræmd og fullorðinsgjald miðað við 18 ára aldur á vettvangi sveitarfélaga

Sjá nánar

Umboðsmaður barna flytur

Til stendur að embættið skipti um húsnæði í næstu viku og því má búast við að afgreiðsla þess geti verið takmörkuð vikuna 10. til 15. desember.

Sjá nánar

Lýðræði í grunnskólum II - Bréf

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla þar sem hann greinir frá niðurstöðum úr svörum 35 grunnskóla við spurningum umboðsmanns um nemendafélög og skólaráð sem hann sendi í fyrra.

Sjá nánar

Umönnunargreiðslur - Bréf til ráðherra

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem ráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna nr. 22/2006 verði breytt þannig að öllum börnum sem uppfylla skilyrði laganna verði tryggður sami réttur til þess að njóta umönnunar foreldra sinna.

Sjá nánar

Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2012

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2012 sem fram fer 30. nóvember í MVS. Að venju eru efnistök fjölbreytt . Í ár er m.a. áhersla á vettvang, starfsþróun, stefnumótun,forvarnir og nám. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur er vinsamlegast beðnir að skrá sig í netfangið arni@hi.is.

Sjá nánar

Reglur um börn í sundi

Nýlega var reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 breytt. Fjallað var um helstu breytingarnar í frétt dags. 4. október 2012. Umboðsmaður barna mælir með því að foreldrar og þeir sem starfa með börnum kynni sér þær reglur sem gilda um sundstaði (þ.m.t. skólasund).

Sjá nánar

Á degi gegn einelti

Í tilefni dagsins vill umboðsmaður barna vekja athygli á mikilvægi vináttunnar og benda á myndefni um einelti og vináttu á netinu

Sjá nánar

Tvær málstofur um barnavernd í nóvember

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Sjá nánar

Rannsóknir á slysum - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.

Sjá nánar

Ráðstefna um breytingar á barnalögum

Hinn 8. nóv. munu innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd gangast fyrir ráðstefnu um nýju barnalögin, sem taka munu gildi 1. janúar 2013.

Sjá nánar

Slysavarnir barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að slysavörnum barna verði fundinn varanlegur staður á vegum hins opinbera.

Sjá nánar

Aðbúnaður og öryggi í leik- og grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent foreldrafélögum í leik- og grunnskólum (foreldraráðum skv. 11. gr. leikskólalaga) bréf um aðbúnað og öryggi í leik- og grunnskólum en þar er m.a. fjallað um hávaða í skólum, öryggi og slysavarnir, brunavarnir og aðrar forvarnir. Skólastjórar fengu einnig bréf til kynningar á málinu með afriti af bréfinu til foreldrafélaganna.

Sjá nánar

Ungt fólk 1992-2012 - Ráðstefna

Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.

Sjá nánar

Skyldur ríkisins samkvæmt nýjum barnalögum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að með breytingum sem samþykktar voru með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 fylgi ekki nægt fjármagn sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt hinum nýju lögum.

Sjá nánar

Málþing um einelti

Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli.

Sjá nánar

Ársskýrsla fyrir árið 2011 er komin út

Starfsárið 2011 var erilsamt og viðburðarríkt. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins fór töluverður tími í að efla og styðja við þátttöku barna í samfélaginu. Eitt af stærri verkefnum umboðsmanns barna ársins 2010 var ritun skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Námsdagur um mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og ungbarna

Miðstöð foreldra og barna stendur fyrir námsdegi í samstarfi við Þerapeiu, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Barnaverndarstofu, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift dagsins er "Understanding why some mothers find it hard to love their babies."

Sjá nánar

Ekki meir - Ný bók um eineltismál

Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti.

Sjá nánar

Er ég pirrandi? - Grein

Í gær, mánudaginn 13. ágúst, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Unni Helgadóttur sem er ráðgjafi í Ráðgjafarhóp umboðsmann barna. Greinin fjallar um viðhorf fullorðinna til unglinga

Sjá nánar

Ný dönsk rannsókn um aðbúnað innanhúss í leikskólum

Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmanni barna barst mikill fjöldi erinda síðastliðna helgi vegna aðfarargerðar á börnum sem var framkvæmd föstudaginn 29. júní sl. Að því tilefni vekur umboðsmaður barna athygli á tölvupósti sem hann sendi fyrir helgi til sýslumannsembættisins í Kópavogi þar sem aðfarargerðin fór fram.

Sjá nánar

Fundi norrænna umboðsmanna barna lokið

Nú er lokið árlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Reykjavík dagana 4. - 6. júní 2012. Þátttakendur voru umboðsmenn barna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna í Grænlandi auk nokkurra starfsmanna embættanna.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð í dag, þriðjudaginn 5. júní 2012, vegna málstofu sem embættið stendur fyrir í Þjóðminjasafninu um innleiðingu Barnasáttmálans og funda með norrænum umboðsmönnum barna. Líklegt er að á morgun verði lokað fyrir hádegi vegna funda og heimsókna.

Sjá nánar

Vistheimili barna Laugarásvegi - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 21. maí kl. 12.15 - 13.15 á Barnaverndarstofu, Höfðaborg (Borgartúni 21). Yfirskriftin er "Vistheimili barna Laugarásvegi - tækifæri og áskoranir til framtíðar".

Sjá nánar

Um vinnu barna og unglinga

Um vinnu barna og unglinga gildir X. kafli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga.

Sjá nánar

Samvinna skóla og barnaverndar - Ráðstefna

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:30-16:00. Ráðstefnan fjallar um stöðu þeirra barna sem fá þjónustu í barnaverndakerfinu gagnvart skóla og menntun, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu þessara kerfa.

Sjá nánar

Börn sem hælisleitendur

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um hin ýmsu réttindi barna og unglinga. Þar er að finna almennar reglur eins og t.d. í 3. gr. sáttmálans þar sem segir að það sem börnum er fyrir bestu, skuli alltaf hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem þau varða. Þessi meginregla á að sjálfsögðu við um öll börn og við allar aðstæður.

Sjá nánar

Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - Málstofa um barnavernd

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 23. apríl kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - staðan eftir sex mánaða reynslutíma.

Sjá nánar

Þýðingar á skýrslum íslenska ríkisins til og frá Barnaréttarnefndinni

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að lokaathugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnaréttarnefndarinnar, verði aðgengilegar í lokaútgáfu en ekki sem drög að þýðingu. Þá hefur skýrsla íslenska ríkisins aðeins verið birt á ensku. Nauðsynlegt er að bæði fullorðnir og börn fái vitneskju um skýrslurnar, geti nálgast þær auðveldlega og kynnt sér þær á móðurmáli sínu.

Sjá nánar

Málstofa um einelti

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) og Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti standa að málstofu um einelti hinn 12. apríl 2012 kl. 14 -16:30 í stofu H 207 í húsnæði MVS við Stakkahlíð.

 

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð föstudaginn 29. mars

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð á morgun, föstudaginn 29. mars 2012, vegna þátttöku starfsfólks í ráðstefnu UMFÍ um ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Hvolsvelli.

Sjá nánar

Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.

Sjá nánar

Um hormónatengdar getnaðarvarnir

Umboðsmaður barna vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu undanfarinna daga um frumvarp til breytinga á lyfjalögum nr. 93/1994 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 sem velferðarráðherra kynnti í seinustu viku á ríkisstjórnarfundi.

Sjá nánar

Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Sjá nánar

Peningagjafir til fermingarbarna

Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.

Sjá nánar

Allir krakkar velkomnir á öskudag

Í dag, öskudag, býður umboðsmaður barna öllum krökkum sem vilja koma og syngja upp á góðgæti. Við erum á Laugavegi 13, 2. hæð og það er gengið inn í húsið frá Smiðjustíg. Vonum að sjá sem flesta.

Sjá nánar

Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

Sjá nánar

Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.

Sjá nánar

Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) hefur gefið út rit um rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnavernd. Ritið heitir "Það kemur alveg nýtt look á fólk" Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi og er eftir Anni Haugen.

Sjá nánar

Erindi um barnvinsamlegt réttarkerfi

Hinn 20. janúar sl. stóð Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni fyrir ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu.

Sjá nánar

Líðan barna – Samanburður úr könnunum 2010 og 2011

Árið 2010 upplifðu 14,7% nemenda í 5. – 7. bekk sig aldrei eða sjaldan örugga á skólalóðinni sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall. Árið 2011 var þetta hlutfall orðið 15,4%. Árið 2010 töldu um 11% nemenda að kennarinn gerði stundum eða oft lítið úr einhverjum krakkanna en ári síðar töldu hins vegar um 15% nemenda að kennarinn gerði oft eða stundum lítið úr einhverjum krakkanna.

Sjá nánar

Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota

Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna í samvinnu við Evrópuráðið til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þann 20. janúar. Málstofan fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 18.

Sjá nánar

Styrkir úr Æskulýðssjóði

Mennta og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2012 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er vinna gegn einelti, fræðslu um mannréttindi, þjálfun þeirra er vinna með börnum og ungmennum í félagsstarfi og á samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Sjá nánar

Er barnalýðræði á Íslandi? - Málþing

Þroskaþjálfafélag íslands stendur fyrir áhugaverðu málþingi dagana 26. og 27. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er Er barnalýðræði á Íslandi? Í kjölfar málþingsins verður svo haldin ráðstefnan Velferð á óvissutímum.

Sjá nánar