Fréttir: október 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21. október 2011 : Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. október kl. 12:15 - 14:15. Yfirskriftin er Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum

18. október 2011 : Lokaathugasemdir frá Barnaréttarnefndinni í Genf

Þann 6. október 2011 skilaði Barnaréttarnefndin í Genf athugasemdum sínum við skýrslu íslenska ríkisins um framkvæmd Barnasáttmálans á Íslandi.

12. október 2011 : Athugasemdir umboðsmanns vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárframlagi til Barnaverndarstofu

Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlagi ríkisins til Barnaverndarstofu í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 hefur umboðsmaður barna komið athugasemdum á framfæri við fjárlaganefnd.

6. október 2011 : Umboðsmaður barna á Suðurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins hafa í gær og í dag farið um Suðurland og heimsótt grunnskóla.

6. október 2011 : Málþing um sameiginlega forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um sameiginlega forsjá og heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Málþingið verður haldið á vegum Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) föstudaginn 14. október 2011, kl. 14.00-16.00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

5. október 2011 : Ný skýrsla: Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5. – 7. bekk

Nýjasta skýrsla Rannsókna & greiningar um hagi og líðan ungs fólks á Íslandi er komin út. Skýrslan ber heitið Ungt fólk 2011 – Grunnskólanemar í 5. – 7. bekk.

5. október 2011 : Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagur 2011 er haldinn í dag, miðvikudaginn 5. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

5. október 2011 : Morgunverðarfundur - Til að forvarnir virki

Morgunverðarfundur Náum áttum verður haldinn 12. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Til að forvarnir virki".

4. október 2011 : Endurbættur ábendingahnappur á netinu

Tekinn hefur verið í notkun ný ábendingahnappur til að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á netinu.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica