Fréttir: desember 2010

Fyrirsagnalisti

31. desember 2010 : Réttindi nemenda í framhaldsskóla - Bréf til menntamálaráðuneytisins

Umboðsmaður barna sendi í haust bréf til menntamálaráðuneytisins til að spyrja hvernig ráðuneytið hyggist tryggja framhaldsskólanemendum sama eða betri rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts og reglugerð nr. 105/1990 tryggir en hana stendur til að fella á brott. Í lok árs 2010 hafa ekki borist svör við bréfinu.

30. desember 2010 : Athugasemdir vegna sjónvarpsefnis

Í kjölfar ábendinga sem borist hafa embættinu vegna þátta Sveppa og Audda á Stöð 2 sendi umboðsmaður barna dagskrárstjóra Stöðvar 2 bréf þar sem umboðsmaður bendir á ábyrgð og skyldur þeirra sem sýna sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum. Í bréfinu eru Sveppi og Auddi boðnir á fund til að ræða málin en í lok árs höfðu engin viðbrögð borist við bréfinu, sem er dags. 18. nóvember 2010.

21. desember 2010 : Vinnusmiðja á Úlfljótsvatni

Dagana 16. og 17. desember 2010 hélt umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára á Úlfljótsvatni. Þema vinnusmiðjunnar var vinátta, vinaleysi og samkennd.

21. desember 2010 : Fjölskyldan saman um hátíðirnar

Nú þegar líða fer að jólum og áramótum vill umboðsmaður barna leggja áherslu á mikilvægi samverustunda fjölskyldna yfir hátíðarnar. Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

20. desember 2010 : Opið hús á morgun þriðjudaginn 21. desember

Á morgun, þriðjudaginn 21. september, verður opið hús á skrifstofu umboðsmanns barna milli klukkan 10:30 og 12. Skrifstofan er á Laugavegi 13, 2. hæð en gengið er inn í húsið frá Smiðjustíg. Allir eru velkomnir.

20. desember 2010 : Jöfnunarstyrkur - Bréf til menntamálaráðherra

Umboðsmaður barna sendi hinn 8. desember bréf til menntamálaráherra til að benda á mismunun á grundvelli ríkisfangs við úthlutun jöfnunarstyrks.

17. desember 2010 : Jólakveðja

Starfsfólk embættis umboðsmanns barna óskar öllum börnum landsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

15. desember 2010 : Skrifstofan lokuð vegna vinnusmiðju

Dagana 16. til 17. desember heldur umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára á Úlfljótsvatni. Verður skrifstofa umboðsmanns barna því lokuð föstudaginn 17. desember.

10. desember 2010 : Kynning á Kompás - Handbók um mannréttindafræðslu

Umboðsmaður barna og Námsgagnastofnun hafa sent öllum grunnskólum boð um að fulltrúar þeirra haldi 50 mínútna kynningu á Kompás – Handbók í mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk eftir óskum skóla.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica