Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Réttindi nemenda í framhaldsskóla - Bréf til menntamálaráðuneytisins

Umboðsmaður barna sendi í haust bréf til menntamálaráðuneytisins til að spyrja hvernig ráðuneytið hyggist tryggja framhaldsskólanemendum sama eða betri rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts og reglugerð nr. 105/1990 tryggir en hana stendur til að fella á brott. Í lok árs 2010 hafa ekki borist svör við bréfinu.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna sjónvarpsefnis

Í kjölfar ábendinga sem borist hafa embættinu vegna þátta Sveppa og Audda á Stöð 2 sendi umboðsmaður barna dagskrárstjóra Stöðvar 2 bréf þar sem umboðsmaður bendir á ábyrgð og skyldur þeirra sem sýna sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum. Í bréfinu eru Sveppi og Auddi boðnir á fund til að ræða málin en í lok árs höfðu engin viðbrögð borist við bréfinu, sem er dags. 18. nóvember 2010.

Sjá nánar

Fjölskyldan saman um hátíðirnar

Nú þegar líða fer að jólum og áramótum vill umboðsmaður barna leggja áherslu á mikilvægi samverustunda fjölskyldna yfir hátíðarnar. Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

Sjá nánar

Vinnusmiðja á Úlfljótsvatni

Dagana 16. og 17. desember 2010 hélt umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára á Úlfljótsvatni. Þema vinnusmiðjunnar var vinátta, vinaleysi og samkennd.

Sjá nánar

Opið hús á morgun þriðjudaginn 21. desember

Á morgun, þriðjudaginn 21. september, verður opið hús á skrifstofu umboðsmanns barna milli klukkan 10:30 og 12. Skrifstofan er á Laugavegi 13, 2. hæð en gengið er inn í húsið frá Smiðjustíg. Allir eru velkomnir.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk embættis umboðsmanns barna óskar öllum börnum landsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna vinnusmiðju

Dagana 16. til 17. desember heldur umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára á Úlfljótsvatni. Verður skrifstofa umboðsmanns barna því lokuð föstudaginn 17. desember.

Sjá nánar