Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Nemi í starfsþjálfun

Dagana 20. og 21. maí sl. fékk umboðsmaður barna til sín nema í starfskynningu. Neminn er 16 ára nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og heitir Ingheiður Brá.

Sjá nánar

Vernd barna gegn ofbeldi - Málþing

Barnaheill standa fyrir málþingi um vernd barna gegn ofbeldi miðvikudaginn 26. maí næstkomandi kl.  9.00-12.30 á Hilton-Nordica hóteli. Yfirskriftin er „Horfin lífsgleði - okkar ábyrgð".

Sjá nánar

Börn yfir kjörþyngd

Í frétt á vefsvæði Lýðheilsustöðvar dags. 16. apríl 2010 segir frá nýútkominni skýrslu sem Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa tekið saman og gefið út. Í skýrslunni, sem ber titilinn „Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu - Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast?", er komið á framfæri nýjum tölum og stuttri útlistun á lykilhugtökum sem notuð eru um líkamsþyngd barna.

Sjá nánar