Fréttir: júlí 2009

Fyrirsagnalisti

9. júlí 2009 : Heimsókn á leikskólann Sæborg

Uboðsmaður barna, Margrét María og starfsmaður umboðsmanns, Eðvald Einar, heimsóttu leikskólann Sæborg í dag. Auður Ævarsdóttir, aðstoðar leikskólastjóri tók á móti þeim og kynnti þau verkefni sem Sæborg hefur verið að vinna að og hvernig raddir þeirra leiksólabarna fá aukið vægi við ýmsar ákvörðunartökur er varða þau sjálf.

8. júlí 2009 : Hönd þín skal leiða en ekki meiða!

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.

Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

7. júlí 2009 : Sýningu lokið í Gerðubergi

Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi lauk formlega þann 28. júní sl.  Ætla má að hátt í þúsund manns hafi skoðað sýninguna á þeim tíma sem hún stóð uppi.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica