Fréttir: apríl 2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3. apríl 2009 : Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.

2. apríl 2009 : Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð

Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.

1. apríl 2009 : Börn í heimsókn frá leikskólanum Hólaborg

Í morgun heimsóttu börn á leikskólanum Hólaborg umboðsmann barna og afhentu afrakstur vinnu sinnar vegna þátttöku í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica