Ýmsar útgáfur Barnasáttmálans

Hér má nálgast veggspjöld og bæklinga til kynningar á Barnasáttmálanum. Hægt er að nálgast kynningarefnið á skrifstofu umboðsmanns barna en einungis verður í boði rafræn útgáfa af nýju veggspjaldi og bæklingum til að byrja með.  

Veggspjald og bæklingar

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Ný útgáfa (2020) með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Veggspjald og bæklingur þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta. Þessi útgáfa er samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Barnaheilla, Unicef á Íslandi og Menntamálastofnunar.

Veggspjald

Bæklingur


Barnasáttmálinn í myndum

Umboðsmaður barna hefur gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla.
Á veggspjaldinu eru settar fram í myndmáli upplýsingar um tilteknar greinar Barnasáttmálans en sumar myndir eiga við um nokkrar greinar. 

Þórey Mjallvít H. Ómarsdóttir teiknaði myndirnar á veggspjaldinu.

Í þessu pdf skjali er útskýrt til hvaða greina Barnasáttmálans myndirnar á veggspjaldinu vísa. Textinn er ætlaður fullorðnum sem ætla að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum með veggspjaldinu. 

UB_barnasattmalinn_i_myndum

Eintök af veggspjaldinu má nálgast á skrifstofu umboðsmanns barna. Veggspjaldið er 33 cm X 96 cm. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica