Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál.

Í tölvupósti frá nefndasviði Alþingis dags. 29. nóvember var óskað eftir umsögnum um frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 6. desember 2012.

Sjá nánar

Frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt. Það er nú endurflutt óbreytt að undanskilinni 4. gr. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. okbóer 2012. Umsögnin er í raun ítrekun á umsögn umboðsmanns frá 23. mars 2012.

Sjá nánar

Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. Málið var sent til umsagnar á 138. og 139. þingi en nefndin lauk ekki umfjöllun um það en ákveðið var að gefa þeim aðilum, sem sendu athugasemdir þá, kost á að senda viðbótar umsögn um málið. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með bréfi dags. 23. október.

Sjá nánar

Tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

Stýrihópur sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra bauð umboðsmanni barna að senda athugasemdir um efni tillögu til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður með tölvupósti 16. ágúst 2012.

Sjá nánar

Umsögn um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Umboðsmaður barna veitti umsögn sína með bréfi dags. 25. maí 2012.

Sjá nánar

Drög að reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum

Í tölvupósti frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu, dags. 16. mars 2012, gafst umboðsmanni barna kostur á að koma með athugasemdir við drög að reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum. Athugasemdir sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 10. apríl 2012.

Sjá nánar

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, 341. mál og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna), 344. mál..
Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. febrúar 2012.

Sjá nánar

Hugmyndir umboðsmanns barna um málefni sem æskilegt er að fjallað verði um í nýrri aðgerðaáætlun í málefnum barna

Óskað hefur verið eftir því að þeir sem sæti eiga í Barnahópnum setji fram tillögur fyrir drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum barna. Umboðsmaður tók því saman nokkur atriði sem embættið telur brýnt að fjallað verði um í nýrri aðgerðaráætlun og sendi Velferðarvaktinni með tölvupósti dags.2. febrúar 2012.

Sjá nánar