Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyting á nokkrum lögum á sviði sifjaréttar, 279. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 1. desember 2005.
Heilbrigðis- og tryggingarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um almannatryggingar, 587. mál, tannlæknakostnaður aldraðra, öryrkja og barna. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 6. apríl 2005.
Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 31. mars 2005.
Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um bann við umskurði kvenna, 67. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 19. janúar 2005.