Allsherjarnefnd Alþingis óskaði umsagnar umboðsmanns barna um frumvarp til laga um almenn hegningarlög, 185. mál, kynferðisbrot gegn börnum. Erindi nefndarinnar svaraði umboðsmaður með umsögn í bréfi, dagsettu 19. nóvember 2001.
Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til barnalaga, 180. mál, heildarlög. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 18. nóvember 2002.