26. október 2010

„Ég er ekki með unglingaveiki – mér bara líður illa“ - Átak Hjálparsímans 1717

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 25. – 31. október undir yfirskriftinni „Ég er ekki með unglingaveiki – mér bara líður illa“. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 vekja athygli ungs fólks á því að stuðningur í nánasta umhverfi skiptir miklu máli fyrir góða geðheilsu.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 25. – 31. október undir yfirskriftinni „Ég er ekki með unglingaveiki – mér bara líður illa“. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 vekja athygli ungs fólks á því að stuðningur í nánasta umhverfi skiptir miklu máli fyrir góða geðheilsu.

Á þessu aldursskeiði getur verið mikið tilfinningaójafnvægi sem er hluti af þroskaferlinu. Auðvelt getur verið að skilgreina vanlíðan þessa aldurshóps sem „unglingaveiki“ og afgreiða málið þannig. Með því er gert lítið úr þessum tilfinningum sem eru mjög raunverulegar fyrir viðkomandi einstakling, því hver sem orsök vanlíðunar er þá er hún samt sem áður raunveruleg. Unglingar þurfa, ekki síður en aðrir, á því að halda að hlustað sé á þá þó fullorðnum finnist „vandamál“ þeirra oft vera lítilvægleg.

Vanlíðan er eitthvað sem aldrei má gera lítið úr. Það að hafa einhvern til að tala við um líðan sína getur skipt miklu máli, hvort sem það er einhver í okkar nánasta umhverfi eins og foreldrar, systkini og vinir eða kennarar, námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar. Oft getur þó verið erfitt að ræða ýmis mál við foreldra og vini. Þá getur verið góð lausn að hringja í Hjálparsímann 1717 þar sem hægt er að ræða við einhvern hlutlausan í trúnaði.

Sjá nánar frétt dags. 25.10.2010 á síðu Rauða krossins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica