28. ágúst 2013

Yfirlýsing um vernd gegn ofbeldi frá umboðsmönnum barna á Norðurlöndum og í Eystrasalti

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fór í síðustu viku á fund samstarfsmanna sinna á Norðurlöndum og í Eystrasalti. Eitt af umræðuefnum fundarins var réttur barna á vernd gegn líkamlegum refsingum og annars konar ofbeldi sem börn eru beitt í uppeldislegum tilgangi á heimilum sínum.

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fór í síðustu viku á fund samstarfsmanna sinna á Norðurlöndum og í Eystrasalti.

Umboðsmenn barna á Norðurlöndum vinna náið saman og funda árlega til að ræða þau málefni sem efst eru á baugi og tengjast réttindum barna. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Jyväskylä í Finnlandi en auk norrænu umboðsmannanna mættu á fundinn fulltrúar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Eitt af umræðuefnum fundarins var réttur barna á vernd gegn líkamlegum refsingum og annars konar ofbeldi sem börn eru beitt í uppeldislegum tilgangi á heimilum sínum. Öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og því hafa stjórnvöld lofað að tryggja börnum slíka vernd. Þrátt fyrir það þurfa mörg börn í öllum þessum löndum að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi af hendi foreldra sinna.

Nú hafa 33 ríki bannað líkamlegar refsingar á börnum af hendi foreldra en fleiri ríki hafa lagt bann við ofbeldi í skólanum. Staðan er því þannig að í mörgum löndum er bannað að beita börn ofbeldi í skólanum en ekki heima.

Í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins eru stjórnvöld í Eistlandi, Litháen og Grænlands hvött til að gera breytingar á lögum til að banna líkamlegar refsingar á heimilum.

Þá eru stjórnvöld á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum hvött til að:

  • Veita og styrkja ráðgjöf og þjálfun fyrir foreldra um uppbyggjandi aðferðir til að ala upp börn og halda aga. Slík þjónusta er sérstaklega mikilvæg fyrir nýbakaða foreldra og ætti helst að vera í boði áður en börnin fæðast.
  • Veita og styrkja ráðgjöf fyrir foreldra undir miklu álagi og streitu. Slík þjónusta er sérstaklega mikilvæg fyrir foreldra ungbarna, barna með fötlun eða sérþarfir, einstæða foreldra og innflytjendur.
  • Veita sem fyrst stuðning og betri þjónustu fyrir foreldra sem glíma við geðræn vandamál eða vímuefnavanda.
  • Veita öllum foreldrum upplýsingar um löggjöf varðandi ábyrgð þeirra, forsjárskyldur og mannréttindi, þ.á.m. foreldrum sem eru nýfluttir til Norðurlanda og Eystrasaltslandanna.
  • Upplýsa börnin sjálf um mannréttindi og þá þjónustu sem stendur þeim til boða. Þetta þarf að gera með aðferðum sem henta aldri þeirra, helst frá leikskólaaldri.
  • Safna reglulega upplýsingum frá börnum og fullorðnum um viðhorf þeirra til ofbeldis og hversu oft ofbeldi er beitt, sérstaklega í uppeldislegum tilgangi.

Yfirlýsingin frá fundinum er svohljóðandi:

STATEMENT 21.8.2013

Nordic and Baltic Ombudsmen for Children urge their governments to
ban and prevent corporal punishment of children at home

All Nordic and Baltic countries have ratified The UN Convention on the Rights of the Child, which obliges the governments to provide safe and violence-free life and special protection to children.

Sweden, Finland/Åland, Norway, Denmark, Island and Latvia have in their legislation banned corporal punishment of children in all settings, including home.

The Estonian government is committed to ban corporal punishment, but the legislation is not yet reached the parliament. In Lithuania the draft legislation in on the discussion but the parliament has not decided on the ban yet. The Greenlandic parliament has not actively taken a ban into discussion.

The ban of corporal punishment in legislation is necessary but not enough in order to protect children from all violence. There is constant need to campaign among the public and educate, train and support parents in order to prevent and minimize the use of corporal punishment.

In all Nordic and Baltic countries many children are still exposed to verbal/mental and corporal punishment at home by their parents.

The ombudsmen for children underline that children need more protection than adults - not less. Children and adults should mutually respect and value each other and each other’s human dignity. The adults always set the example of good behavior and how to solve conflicts and disagreements without any forms of violence. Finally, all forms of violence are harmful and detrimental to the development of the child. In Nordic countries, after the corporal punishment has been banned, there has been positive declining trend also in prevalence of serious violence against children at home.

Therefore the ombudsmen for children in Nordic and Baltic countries urge the governments of Estonia and Lithuania and Greenland to change the legislation in order to ban corporal punishment of children at home.

The ombudsmen for children also urge all governments of Nordic and Baltic countries to

- provide and strengthen counseling and training for parents about the positive methods of keeping the limits and bringing the children up. This is especially important for all new parents in an early stage - preferably already before the child is born.

- introduce and reinforce support services for fatigued parents and help to prevent the stress. This implies especially parents of infants, parents of children with disabilities or special needs, separated parents and immigrant parents.

- provide promptly support and better services for parents with mental illness or substance abuse problems

-  provide  information about legislation on parental responsibilities and human rights of children to all parents, including immigrants parents who come to Nordic or Baltic states

-  inform children themselves with age appropriate methods about their human rights and services available to them - especially as a part of education at school or in pre-school/Kindergarten/daycare.

- collect regularly data from children and adults about attitudes and on prevalence of violence against children and especially disciplinary violence

In Jyväskylä 21.8.2013

Ombudsmen for Children in Nordic and Baltic countries

Aaja Chemnitz Larsen, Greenland
Per Larsen, Danmark
Margrét María Sigurðardóttir, Island
Fredrik Malmberg, Sweden
Anne Lindboe, Norway
Ulla Rindler-Wrede, Åland
Maria Kaisa Aula, Finland
Andres Aru, on behalf of the Chancellor of Justice/Ombudsman for Children in Estonia
Audrone Bedorf, on behalf of the Ombudsman in Lithuania
Laila Grâvere, on behalf of the Ombudsman in Latvia

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica