12. nóvember 2007

Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar - Ný bók

Út er komin bókin Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar eftir dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.

Út er komin bókin Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar eftir dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.

Aftan á bókinn segir:

Fátt er mikilvægara en uppeldi og menntun æskufólks. Hér er athyglinni beint að því hlutverki uppalenda, einkum í skólastarfi, að rækta mikilvæg gildi í samskiptum fólks sem almenn samstaða ríkir um: virðingu og umhyggju, vináttu og kærleika, réttlæti og umburðarlyndi. Megináhersla er lögð á hversu brýnt sé að efla samskiptahæfni og siðferðiskennd barna og unglinga og leggja grunninn að fjölmenningarlegri hæfni þeirra og lýðræðislegri borgaravitund.

Umfjöllunin byggist á áralöngum rannsóknum höfundar á félagsþroska og samskiptahæfni barna og ungmenna og uppeldis- og menntunarsýn kennara. Hún hvílir á traustum fræðilegum grunni og jafnframt er framsetningin afar lipur og aðgengileg. Viðfangsefnið snertir okkur öll, jafnt foreldra og aðra ættingja sem þær fagstéttir sem annast uppeldi og menntun barna og unglinga og hlúa að heilbrigði þeirra og frasæld.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica